Nýskipuð skólanefnd Fjölbrautarskóla Snæfellinga kom til síns fyrsta fundar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í gær. Hana skipa Kjartan Páll Einarsson, Stykkishólmi, Sigríður Finsen, Grundarfirði, Sveinn Þór Elínbergsson, Ólafsvík, tilnefnd af menntamálaráðherra,  Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði og Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi, tilnefnd af sveitarfélögunum.

 Til vara hefur menntamálaráðherra skipað, Ólínu Kristinsdóttur, Ólafsvík, Gísla Ólafsson, Grundarfirði og Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, Stykkishólmi, en sveitarfélögin hafa er þetta er ritað ekki tilnefnt sína varamenn.

 

Á fundinum var Kjartan Páll kjörinn formaður. Eitt af fyrstu verkum nefndarinnar verður að gefa umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara til ráðherra.

 

Rétt er að benda á að á heimasíðu Fjölbrautarskólans er umfjöllun um húsnæði skólans ásamt teikningum.