- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvörp að lögum um grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla og um ráðningar kennara og skólastjórnenda. Menntamálanefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögnum um frumvörpin. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur sett vinnuhóp til þess að fara yfir frumvörpin og gera tillögur að umsögnum. Tveir fulltrúar úr bæjarstjórninni eru í vinnuhópnum og formaður fræðslu- og menningarmálanefndar. Sérstaklega er óskað eftir því að foreldrafélög og nemendafélög fari yfir frumvörpin og láti í té umsagnir ef vilji er fyrir hendi. Unnt er að koma ábendingum til vinnuhóps bæjarstjórnarinnar á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar." Hér fyrir neðan er hægt að skoða frumvörpin: