- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ólöf Erla og Álfheiður á Topp |
Í frjálsum íþróttum, þriðjud 22 júlí var tekin smá u-beygja og brugðu krakkarnir sér inn í Gröf og fengu að fara á hestbak. Eldri hópurinn lenti í smá ævintýrum þar sem þau þurftu að byrja á því að ná í hrossin og koma þeim heim í hesthús. Á leiðinni var kíkt á aliendurnar á bænum sem liggja sem fastast á og sáu krakkarnir að tvær voru búnar að unga út, önnur með 1 unga en hin með 9 stykki og voru þeir nýskriðnir úr eggjunum. Þetta var ágætis tilbreyting þar sem flestir voru komnir með hugann við helgina og gaman að bregða sér í sveitaferð.