- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú hafa verið sendir út gíróseðlar vegna æfingagjalda fyrir september til desember. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að greiða þá sem fyrst. Sú breyting hefur orðið á innheimtunni að nú fara ógreiddir seðlar sjálfkrafa í innheimtu hjá Intrum eftir ákveðinn tíma og hefur það aukinn kostnað í för með sér fyrir foreldra. Nokkrir eru ekki búnir að ganga frá síðustu seðlum og eru þeir beðnir um að ganga frá þeim strax svo ekki þurfi að útiloka börnin frá þátttöku í starfi félagsins.
Annars er það að frétta af vetrarstarfinu að framundan eru héraðsmót í fótbolta þann 13.nóvember er mót fyrir 7.,6. og 5. flokk í Ólafsvík og þann 21. nóvember er síðan mót fyrir 4. og 3. flokk karla. Strákarnir í 3. og 4. flokk hafa í haust verið að spila á Faxaflóamótinu gengið mjög vel. Jólamót Skallagríms verður í Borgarnesi 20.nóvember og í Ólafsvík 21.nóvember. Á íslandsmótið innanhúss höfum við skráð 6 lið 5.,4. og 3. flokk karla og kvenna en dagsetningar á þeim mótum verða ekki klárar fyrr en um mánaðarmótin nóv./des. Okkur hefur ekki borist neinar dagsetningar á frjálsíþróttamótum innan HSH en þær eru væntanlegar. Núna um helgina fer fram í Ólafsvík íslandsmótið í blaki hjá krökkum 1 – 10 bekk. 55 lið eru skráð til keppni og hvetjum við alla til að fá sér bíltúr yfir í Ólafsvík og kíkja á mótið. Ef þið viljið koma einhverju á framfæri við félagið þá er netfangið umfg@grundo.is