- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er sannkallaður framkvæmdarhugur í bæjarbúum. Íbúar huga að nærumhverfi sínu, ditta að í görðunum og lagfæra heima hjá sér.
Einnig blasir við okkur sú skemmtilega sjón að húsgrunnar eru að myndast víðsvegar í bænum, tvö einbýlishús koma til með að taka á sig mynd á næstu mánuðum, við Ölkelduveg 23 og Fellabrekku 5.
Framkvæmdir fara einnig að hefjast við Grundargötu 12 - 14, þar sem 9 íbúða fjölbýlishús mun rísa, og við Ölkelduveg 29- 37, þar sem 5 íbúða raðhús verður byggt. Á Nesvegi 4a er verið að vinna að lokafrágangi fyrir nýju netaverkstæði sem sett verður upp á haustmánuðum.
Allskonar framkvæmdir eru í farvegi þessa dagana og er þá vert að minna á að einstaka framkvæmdir eru leyfisskyldar og aðrar tilkynningarskyldar til byggingarfulltrúaembættis, sbr. 2.3.4. gr. og 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, t.d.:
Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti hvetur íbúa til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna og að leita ráða áður en til framkvæmda kemur. Ávallt er hægt að senda fyrirspurn á bygg@grundarfjordur.is en einnig bendum við á hnappinn, Umhverfið mitt á vef Grundarfjarðarbæjar.
Áfram með smjörið!