- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vegagerðin stendur nú fyrir framkvæmdum við endurbætur á þjóðvegi 54, Snæfellsnesvegi, við Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Vegurinn er tekinn niður og lækkaður í brekkunni austan við aðkomuveginn að nýja bílastæðinu við Kirkjufellsfoss. Tekið er efni ofarlega í brekkunni, en bætt í veginn neðst í brekkunni. Blindhæðin mun því hverfa og auka umferðaröryggi til muna. Unnið er að lagfæringum á annarri akrein í einu og eru vegfarendur vinsamlegast beðnir um að sýna tillitssemi.
Ýmsir verktakar á Snæfellsnesi vinna að framkvæmdinni, en yfirumsjón með henni er í höndum Vegagerðarinnar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrir mánaðamótin næstu.