Nú er hafin vinna við að klára gangstéttir um miðbik Grundargötu. Verið er að steypa gangstéttir við gatnamót Eyrarvegar og Grundargötu og er fólk sem býr við Eyrarveg 20 og Grundargötu 41-55 vinsamlegast beðið um að fylgjast með framkvæmdum og fjarlægja bíla úr innkeyrslum þegar á að steypa. Við höfum fengið leyfi til að benda fólki á að nýta bílastæðin við FSN og bendum sérstaklega á að það eru næg bílastæði fyrir neðan húsið líka.
Tímarammi á steypu er ca. þannig:
25.4-27.4: Steypt fyrir frá Eyrarvegi 20 að Grundargötu 43
28.4-30.4: Steypt frá Grundargötu 55 að Grundargötu 49
2.5 - 4.5: Steypt frá Grundargötu 43 að Grundargötu 49
Við bendum einnig á að steypta fleti þarf að verja í hálfan mánuð eftir að búið er að steypa - og má því ekki keyra yfir þá á þeim tíma.
Þökkum tillitssemina!