Einar Gunnarsson stærðfræðikennari verður með kynningarfund um stærðfræðikennslu í Grunnskóla Grundarfjarðar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 18:00. Einar kennir stærðfræði í Grunnskólanum í Stykkishólmi og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur verið með kynningar á nýja námsefninu Einingu og Geisla. Farið verður yfir hugmyndafræðina sem bækurnar byggja á og kennsluaðferðir.
Eftir kynninguna verða umræður um efnið.
Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.
Skólastjóri