- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gærkvöldi var upplestrarkvöld á Kaffi 59. Rithöfundarnir Sigurbjörg Þrastardóttir og Þorgrímur Þráinsson voru gestir kvöldsins. Sigurbjörg las úr ljóðabókum sínum og nokkur óútgefin ljóð og Þorgrímur Þráinsson las úr nýútkominni bók sinni, Allt hey er hold. Þá las Gunnar Kristjánsson upp úr nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Kleifarvatn. Að lokum las Hrólfur Hraundal frásögn sína af ferð sem þau hjónin fóru til Prag.
Elena Jegalina og Kristján Guðjónsson tónlistarkennarar léku létta tónlist á þverflautu og gítar.
Hrólfur fór á kostum í frásögn sinni |
Elena Jegalina og Kristján Guðjónsson |
Sigurbjörg Þrastardóttir |
Þorgrímur Þráinsson |
Gunnar Kristjánsson |