- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ungmennafélag Grundarfjarðar óskar eftir að ráða áhugasaman einstakling til að sjá um íþróttaskóla félagsins. Íþróttaskólinn er einu sinni í viku í tvo tíma í senn.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af þjálfun barna og ungmenna.
Markmið íþróttaskóla UMFG eru eftirfarandi:
- Auka fjölda barna sem iðka íþróttir
- Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð
- Að börn fái að njóta eins mikillar fjölbreytni og kostur er
- Að auka hreyfiþroska barnanna
- Að börn læri að hreyfing sé hluti af daglegu lífi
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til formanns UMFG, Sirrý, á netfangið sirryarnard@simnet.is eða í síma 661-7624.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2023