- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laugardaginn 4. júní nk. kl. 15.00 opnar Ástþór Jóhannsson sýningu á vatnslitamyndum af forystusauðum og ber sýningin heitið “Horfnir veðurvitar”. Þar verða sýnd 40 verk sem unnin eru upp úr lýsingum af forystufénaði úr safni Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Á opnunardaginn leikur Sigurður Halldórsson sellóleikari verk eftir íslensk tónskáld. Sýningin stendur til 26. júní n.k.
Ástþór Jóhannsson er grafískur hönnuður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands. Hann hefur unnið við hönnun og hugmyndavinnu í tengslum við ímyndar- og markaðsstarf ýmissa fyrirtækja undanfarna tvo áratugi. En hann stjórnaði hugmyndavinnu á auglýsingastofunni Góðu fólki ásamt rekstri stofunnar frá 1985 til ársins 2001. Síðan hefur Ástþór búið á Snæfellsnesi og starfað þar sem bóndi og sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Hann var formaður Félags Íslenskra teiknara á árunum 1999 – 2004. Verkin á sýningunni í Norska húsinu eru unnin á síðustu tveimur árum.