- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tilkynning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga og viðbragðsaðilum í Grundarfjarðarbæ
Á miðvikudag 18.september fer fram umferðar - forvarnadagur í FSN . Hluti af honum verður sviðsetning á umferðarslysi þar sem nemendur fá að fylgjast með hvernig starf viðbragðsaðila á vettvangi fer fram.
Til að tryggja aðgengi og öryggi áhorfenda og viðbragðsaðila verður hluti af bílastæðum lokað milli 07 - 12:30 á meðan sviðsetning fer fram.
Öllum er frjálst að fylgjast með ef áhugi er fyrir hendi en vinsamlega ekki fara of nálægt sviðsetta slysinu heldur koma ykkur fyrir hjá nemendum og hlusta á fulltrúa slökkviliðsins útskýra fyrir okkur öllum hvernig lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn vinna saman á vettvangi.
Lokun verður á hluta af Sæbólinu, nánar tiltekið við Sæból 16-22 á milli 8:00-13:00 og búið er að hafa samband við íbúa í þeim húsum.
Förum varlega!
Starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga og viðbragðsaðlilar í Grundarfirði