- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Forsetakosningar 2020 - kjörsókn í Grundarfirði
Í liðnum forsetakosningum voru alls 544 kjósendur á kjörskrá í Grundarfjarðarbæ, 282 karlar og 262 konur.
Alls greiddu 368 kjósendur atkvæði; 166 karlar og 202 konur.
Alls 240 kjósendur mættu í samkomuhúsið og greiddu atkvæði á kjörfundi, laugardaginn 27. júní, en 128 kjósendur sem hér eru á kjörskrá, greiddu atkvæði utan kjörfundar.
Kosningaþátttaka í Grundarfirði var því 67,6%, sem er örlítið hærra en kjörsókn á landsvísu, en hún var 66,9%.
Sé rýnt í kosningaþátttöku eftir kyni, þá var hún tæp 59% hjá körlum og rúm 77% hjá konum á kjörskrá í Grundarfjarðarbæ.
Í fyrsta sinn nú var í boði að kjósa utan kjörfundar í Ráðhúsi Grundarfjarðar, skv. samkomulagi við sýslumanninn á Vesturlandi. Það var vel nýtt, en alls greiddu 137 manns atkvæði hjá kjörstjóra í Ráðhúsinu, bæði kjósendur sem hér eru á kjörskrá sem og aðrir, sem komu síðan atkvæði sínu til skila í öðrum kjördeildum.