- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mynd Sólrún Halldórsdóttir
Listaverkið Veðurhorfur var afhjúpað föstudaginn 7. júní sl., við upphaf sjómannadagshátíðarhalda í Grundarfirði.
Verkið er eftir listakonuna Sólrúnu Halldórsdóttir sem er frá Grundarfirði. Það inniheldur 112 íslensk orð um vind.
Frú Eliza Reid afhjúpaði verkið ásamt nöfnu sinni, Elísu Gunnarsdóttur tveggja ára, sem er frænka Sólrúnar og Pálínu Gísladóttur, móður Sólrúnar, en Pálína er elsti íbúi Grundarfjarðar.
Jafnframt fékk verkið nýtt nafn, Veðurhorfur, en listakonan hafði óskað eftir tillögum bæjarbúa og annarra áhugasamra, um nýtt og varanlegt nafn á verkið.
Mikið fjölmenni var viðstatt ánægjulega afhjúpunarathöfn, en verkið stendur ofarlega við Hrannarstíg - við kirkjutúnið.
Hér má lesa um verkið á fimm tungumálum.
Hér má sjá nánar um afhjúpunina í frétt á vef Skessuhorns.
Hér má sjá frétt á vef Morgunblaðsins.
Sjá myndir Tómasar Freys Kristjánssonar frá athöfninni - smellið á myndirnar til að stækka þær: