- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagana 6. – 8. október sl. buðu tónlistarkennarar Tónlistarskóla Grundarfjarðar foreldrum/forráðamönnum nemenda að heimsækja tónlistarskólann. Foreldrar sóttu þá hljóðfæratíma með börnum sínum og gafst kostur á að fylgjast með hvernig kennslan færi fram auk þess sem kennarar ræddu um æfingatíma, framfarir og fleira sem viðkemur tónlistarnámi barnanna.
Mæting foreldra var þokkaleg og segir Friðrik Vignir, skólastjóri Tónlistarskólans, að það sé að aukast að foreldrar láti sjá sig með nemendum og lýsir yfir ánægju sinni með það.