- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Foreldranámskeið
Nú er skólahald hafið fyrir alvöru og festa að komast á starfið. Framundan eru foreldranámskeið fyrir foreldra nemenda í 1. bekk sem verður 13. sept., fyrir foreldra nemenda í 5. bekk sem verður 15. september og fyrir foreldra nemenda í 8. bekk sem verður 21. september. Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á að upplýsa foreldra um ýmis atriði sem varða nemendur á þessum aldursstigum. Foreldrar nemenda í þessum bekkjum fá sent bréf fyrir námskeiðið með dagskrá og nánari tímasetningum.
Starfsdagur
Frí verður hjá nemendum 16. september næstkomandi en þá er starfsdagur hjá kennurum. Áætlað er að starfsfólk skólans fari í heimsókn í ýmsa skóla og kynni sér starfið og nýjungar sem í gangi eru. Hluti kennara fer á Selfoss í nýjan skóla sem byggir á sömu hugmyndarfræði og FSN, einhverjir fara í Háteigsskóla, móttökudeild nýbúa í Hafnarfirði verður heimsótt svo eitthvað sé nefnt.
Af vef Grunnskóla Grundarfjarðar, www.skoli.grundarfjordur.is