- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Foreldrafótbolti !
Árlegt foreldramót í fótbolta verður í kvöld kl 18:00. Foreldrar mæta á svæðið greiða 500 kr sem rennur í sjóð sem krakkarnir eiga. Dregið er í lið og byrjað að spila. Ekki er nauðsynlegt að hafa spilað fótbolta áður. Krakkarnir sjá svo um dómgæslu og eru einnig þjálfarar liðana. Liðunum eru gefin nöfn og eru þetta ekkert smá lið sem eru mætt á Grundarfjarðarvöll því undanfarin ár hafa þetta verið landslið Brasilíu og Englands auk nokkurra enskra félagsliða eins og Liverpool, Man.united og Arsenal. Það er spennandi að fylgjast með því hvort að stuðningsmenn Liverpool þurfi kannski að spila fyrir lið Man. united.
Amma, afi og allir hinir velkomnir.
Mikið gaman og mikið fjör.