Boðað er til fundar miðvikudaginn 9. september kl. 20.00, með foreldrum/forráðamönnum nemenda í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði.  Foreldrar/forráðamenn nemenda á Patreksfirði býðst að sækja fundinn í gegnum fjarfundabúnað í framhaldsdeildinni í húsnæði grunnskólans á Patreksfirði.

Dagskrá:

  • Markmið og áherslur skólans
  • Kynning á áfangakerfi, stundatöflu og skólareglum, starfsfólki og þjónustu
  • Kynning á INNU - upplýsingakerfi skóla, Moodle – náms- og kennslukerfi FSN og eMission – upptökubúnaði kennsluefnis og útsendinga
  • Kynning á NFSN – nemendafélagi og félagslífi
  • Stofnun foreldraráðs
  • Umræður og önnur mál

Við hvetjum foreldra til þess að koma á fundinn og fræðast um skólastarfið, ræða námið og velferð nemenda.  Skólinn hefur nú sitt 6. starfsár og fullyrðum við að sjaldan hafi verið mikilvægara en nú að samstarf foreldra og skóla sé gott og öflugt.  Rannsóknir og reynslan sýna að virkt samstarf foreldra og skóla stuðlar að jákvæðum áhrifum á skólastarfi, auðveldar foreldrum að styðja við börn sín og dregur úr hættu á brottfalli úr skóla.   Allir foreldrar/forráðamenn eru velkomnir en foreldrar nýnema eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. 

 

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

 

 

                                                             Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, skólameistari