Sjötta bindi bókarinnar Fólkið, fjöllin, fjörðurinn er komin út. Eyrbyggjar, Hollvinasamtök Grundarfjarðar, sáu um útgáfuna. Meðal efnis er:

  • Fuglalíf í Melrakkaey
  • Hestamannafélagið í 30 ár
  • Manntalið 1950
  • Annáll 2004
  • Upphaf hestamannskunnar í Eyrarsveit
  • Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri
  • Munnmælasögur úr Eyrarsveit
  • Öndverðareyri
  • Ball í þinghúsinu Grund
  • Myndir úr safni Bærings Cecilssonar

Bókin kostar 2.500 kr. og munu nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar ganga í hús og selja bókina í vikunni. Bókina er einnig hægt að nálgast hjá Önnu Maríu í s: 869-6076. Einnig er hægt að panta bókina á heimasíðu Eyrbyggja með því að senda póst á eyrbyggjar@grundarfjordur.is.

 

Sjá kápu bókarinnar hér.