- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frétt á vef Skessuhorns:
Grundfirðingurinn Sverrir Karlsson opnar ljósmyndasýningu á Hótel Framnesi að Nesvegi 6 í Grundarfirði í dag. Á sýningunni má finna á milli 10 og 20 myndir úr fjörunni á Kirkjufellssandi sem Sverrir tók síðastliðinn föstudag.
Sverrir segist hafa verið með ljósmyndadellu frá því hann var í barnaskóla. "Ég á nokkuð gott safn orðið," segir hann. Kirkjufellssandur varð fyrir valinu vegna þess hversu falleg fjaran þar er. "Þarna er margt að finna eins og sjá má á myndunum á sýningunni."
Um sölusýningu er að ræða og rennur hluti ágóðans til Grundarfjarðarkirkju.