- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 áttu nokkrir bæjarfulltrúar Grundarfjarðarbæjar, ásamt bæjarstjóra og byggingarfulltrúa, góðan fund með fulltrúum Símans, þeim Orra Haukssyni forstjóra, Maríu Blöndal deildarstjóra viðskiptatengsla og Eysteini Marvinssyni viðskiptastjóra. Umræðuefni voru fjarskiptamál og þjónusta Símans við íbúa og fyrirtæki í Grundarfirði.
Fundurinn var haldinn í framhaldi af umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í febrúar og mars sl. og ályktun bæjarstjórnar á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. Bæjarstjórn hefur haft fjarskiptamálin til sérstakrar skoðunar. Fyrir lágu fjölmargar ábendingar íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar. Í erindi til Símans var óskað eftir viðbrögðum og samtali um gæði farsíma- og netsambands og þjónustu við Grundfirðinga.
Síminn brást mjög vel við erindi bæjarins og var farið yfir stöðu og viðbrögð á fjarfundi þann 27. apríl eins og áður sagði. Eftirfarandi eru aðgerðir Símans í framhaldi af ósk bæjarstjórnar og samtali á fundinum:
Vísað er í þær ráðstafanir sem Míla hyggst gangast fyrir á næstunni (sjá nánar hér í frétt á vef Grundarfjarðarbæjar) og Síminn mun nýta, eins og önnur þjónustufélög, mun Síminn gangast fyrir eftirfarandi í Grundarfirði:
Á næstu dögum munu fulltrúar bæjarins einnig eiga fundi með fleiri þjónustufyrirtækjum um fjarskiptamál og þjónustu í Grundarfirði.