- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2019. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum. Hefur þú eða félagasamtök á þínum vegum hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2019?
Sendu þá umsókn á netfangið:
grundarfjordur@grundarfjordur.is
Taktu fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir og láttu fylgja stutta greinargerð. Umsóknarfrestur er til og með þriðjud. 16. október 2018.
F.h. bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar,
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri