- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fimmtudaginn 25. ágúst sl. voru lögð á fjallskil í Eyrarsveit.
Fyrri leitir munu fara fram laugardaginn 17. september nk. og verður réttað samdægurs á Mýrum og í Hrafnkelsstaðarétt.
Seinni leitir munu fara fram laugardaginn 1. október.
Vinsamlega athugið, ef veður leikur illa við þá gæti leitum verið frestað en það yrði þá auglýst nánar hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.
Fjallskil fela í sér skyldu fjáreigenda til að skila ákveðnum fjölda dagsverka við fjárleitir. Öllum þeim sem hafa búfé undir höndum sem fjallskilaskylt er, ber að taka þátt í göngum og hreinsun heimalanda, samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, og eftir því sem sveitarstjórn á hverjum stað ákveður.
Fjallskilaseðill á að hafa borist öllum þeim sem fjallskilaskyldir eru.
Skipulags- og umhverfisnefnd fer með málefni fjallskila í Grundarfjarðarbæ og nýtur það traust liðsinnis bænda í sveitinni.