- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á myndinni eru Kjartan Jósefsson bóndi í Nýjubúð, Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður skipulags- og umhverfisnefndar og Ólafur Jónsson bóndi á Mýrum.
Fjallskil 2020
Miðvikudaginn 2. september voru lögð á fjallskil í Eyrarsveit. Fyrri leitir verða laugardaginn 19. september nk. og verður þá réttað í Hrafnkelstaðarétt og á Mýrum.
Fjallskil fela í sér skyldu fjáreiganda (bónda) til að skila ákveðnum fjölda dagsverka við fjárleitir. Öllum þeim sem hafa búfé undir höndum sem fjallskilaskylt er, ber að taka þátt í göngum og hreinsun heimalanda samkvæmt lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, og eftir því sem sveitarstjórn á hverjum stað ákveður.
Í okkar sveitarfélagi er það skipulags og umhverfisnefnd sem hefur fjallskil með höndum og nýtur liðsinnis bænda í sveitinni. Bæjarráð staðfesti síðan fjallskil á fundi sínum 2. september.
Göngur og réttir á tímum COVID
Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 manna hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Munum 2ja kinda regluna.
Hér má finna leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID.