- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarráð ályktaði á 515. fundi sínum fimmtudaginn 19. júlí sl.
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood á staðnum, þar sem 21 starfsmanni var sagt upp.
Rekja má rætur FISK Seafood í Grundarfirði frá kaupum þess á Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar fyrir rúmum 20 árum og síðar útgerð Farsæls SH-30 og nú síðast Soffaníasi Cecilssyni ehf. Ljóst er að þessi uppsögn er mikið högg fyrir atvinnulíf bæjarins.
FISK Seafood er einn stærsti atvinnurekandi og fasteignaeigandi bæjarins og ber því mikla samfélagslega ábyrgð í Grundarfirði.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til góðs samstarfs við fyrirtækið og kallar eftir mótvægisaðgerðum af hálfu fyrirtækisins til að lágmarka skaða samfélagsins.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir öðrum fundi með framkvæmdastjóra og forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem rætt verði mögulegt samstarf til framtíðar.