Fimm ára deildin Eldhamrar hóf starfsemi sína í Grunnskóla Grundarfjarðar á dögunum, nánar tiltekið 25. apríl 2016.  Á deildinni eru 6  börn sem munu öll hefja nám í 1. bekk í haust. Í ágúst koma svo börn fædd 2011 til okkar.

Nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar löbbuðu í leikskólann Sólvelli til að fylgja fimm ára deildinni í grunnskólann.

Á Eldhömrum munum við vinna með jákvæðan aga, stærðfræði og stafina. Einnig verður Brúum bilið samstarf við 1. bekk sem felst í heimsóknum á milli þessara tveggja árganga og samvinnu og með því kynnast börnin starfsemi skólans.  En við erum fyrst og fremst leikskóli og munum vinna sem slíkur, með áherslu á leik og skemmtilegt og fjölbreytt starf. 

 

Það er margt sem okkur langar til að gera en fyrst um sinn verður áherslan á ofangreinda þætti. Með tíð og tíma munum við örugglega bæta skemmtilegum hlutum inn í starfið, en við byrjum á þessu. Framundan er undirbúningsvinna fyrir næsta vetur og gerð námskrár fyrir Eldhamra. 

Kveðja,

 Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri Eldhamra.