- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag kom pósturinn með pakka til okkar í Leikskólanum Sólvöllum.
Pakkinn vakti að vonum mikla athygli þar sem hann var svolítið skrítinn í laginu.
Þegar pakkinn var opnaður kom í ljós bolti og á hann límt bréf þar sem stóð meðal annars að þessi bolti hefði fundist um miðjan janúar í fjörunni við Haga á Barðaströnd. Og þar sem hann var merktur Leikskólinn Sólvellir þá sendi Haraldur í Haga okkur boltann, sem verður hafður inni hér eftir.