- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu fasteignina að Sæbóli 33-35, „blokkina“.
Bæjarstjórn óskar eftir tilboðum í húsið sem eina heild, þ.e. ekki er hægt að gera tilboð í eina eða fleiri íbúðir sérstaklega.
Húsið var byggt árið 1978 og er tæpir 690 m2 að stærð, lóð þess er 1958 m2. Húsið skiptist í 8 íbúðir, fjórar í hvorum stigagangi. Í hvorum stigagangi eru tvær litlar, 57,5 m2, og tvær stórar, 114,8 m2, íbúðir.
Endurbætur voru gerðar á húsinu árið 2001. Þá var húsið klætt að utan, skipt um þak og glugga, stigahúsi breytt og svalir yfirbyggðar, auk ýmissa frekari endurbóta.
Hægt er að nálgast lýsingu húss og einstakra íbúða, auk frekari skilmála, á bæjarskrifstofunni frá og með föstudeginum 24. mars n.k.
Tilboð skulu send á bæjarskrifstofuna, Grundargötu 30, Grundarfirði, merkt ,,Tilboð í Sæból 33-35”. Tilboð verða að hafa borist fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 18. apríl n.k. þar sem þau verða opnuð. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri (s. 430 8500 eða bjorg@grundarfjordur.is )
Bæjarstjóri