- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nokkrir punktar tengdir starfsemi bæjarins:
Fána Green Globe 21 verður flaggað í sveitarfélögum á Snæfellsnesi í sumar. Sveitarfélögin eru þátttakendur í verkefni og stefnumótun um sjálfbæra þróun og er verkefnið vottað af samtökunum Green Globe 21.
Mánudaginn 30. maí n.k. fara nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar í vinabæjarheimsókn til Paimpol í Frakklandi og endurgjalda þar með heimsókn vina sinna sem heimsóttu Grundarfjörð fyrr í þessum mánuði. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá heimsóknarinnar er birt á vef grunnskólans.
Sumarstörfin eru hafin og hafa aldrei farið jafn snemma af stað. Starfsmenn áhaldahúss, sumarfólkið okkar, hefur verið í því að snyrta og fegra bæinn. Nær allri málningarvinnu er lokið. Grundargata verður gerð að ,,hverfisvænni leið" nú í sumar, steyptar verða gangstéttar og ýmislegt fleira gert til að reyna að fegra umhverfið og bæta aðstöðu íbúa og ferðamanna.