- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagana 19.-27. nóvember stendur yfir evrópsk Nýtnivika. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
Þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku!
Dagana 1.-7. desember ætlum við að hafa okkar eigin Nýtniviku, í anddyri samkomuhússins, sem er opið alla daga vikunnar og snagarnir blasa þar við!
Það er því kjörið að hengja upp á snaga gömlu fötin sem þú vilt að öðlist nýtt líf og að taka og nýta það sem aðrir hafa hengt upp.
Við hvetjum vinnustaði og vinahópa einnig til að virkja hringrásina og setja upp fataskiptimarkað.
Drögum úr óþarfa neyslu, nýtum hluti betur og drögum þannig úr myndun úrgangs!
#samangegnsoun #nytnivikan #ewwr2022