Þeir sem hafa flutt til Grundarfjarðar en ekki tilkynnt aðsetursskipti, eru hvattir til þess að gera það í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar.
 
Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að brýna fyrir utanbæjarfólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef búseta þeirra er í Grundarfirði.
 

Úr lögum um lögheimili:

1. gr.

Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.

4. gr.

Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.
Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, t.d. vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar bækistöð. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi sem gefur tvo þriðju hluta af árstekjum manns eða meira.

Lög um lögheimili