- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú um helgina var keppt í þriðja sinn í Hópleiknum og fjölgaði hópunum um 5 og eru því orðnir 16. Staðan breyttist ekki á toppnum því EÝ 1825 hafa aukið forskot sitt um 2 stig og leiða núna með 28 stig, en Bræðurnir, S.G. Hópurinn og Sætir sækja fast að þeim með 25 stig.
Fjölgun varð í Hópleiknum því inn komu 5 nýir hópar sem byrjuðu með lægsta skor sem var 11 úr fyrstu 2 umferðunum. ESSO kom á óvart og náði 12 réttum ásamt EÝ 1825 sem leiða sem fyrr. Carragher mætti ekki og skilaði því ekki inn en sleppur samt vel með 8 stig sem er lægsta skor helgarinnar, er það mun betra en um síðustu helgi hjá þeim er þeir skiluðu inn seðli. En hér kemur staðan í leiknum.
EÝ 1825 28 stig
Bræðurnir 25 stig
SG hópurinn 25 stig
Sætir 25 stig
F.C. verktakar 24 stig
West-pool 24 stig
ESSO 24 stig
Hársport 23 stig
Feðgarnir 23 stig
Frænkan 22 stig
Góð Mál f.c 22 stig
Carragher 21 stig
Lengjan 21 stig
Guðni og sonur 21 stig
Fuglarnir 21 stig
Svanhildur Björk 19 stig