Sjómenn í Grundarfirði slógu enn eitt löndunarmetið í marsmánuði en hann var sá stærsti til þessa. Heildarafli landaður í Grundarfjarðarhöfn í mars 2005 var 2.634 tonn samanborið við 1.946 tonn í mars 2004. Í meðfylgjandi töflu má sjá sundurliðun á lönduðum afla eftir tegundum bæði árin.

Tegundir

2005

2004

Þorskur 702.509  kg 785.623  kg
Ýsa 268.860  kg 174.174  kg
Karfi 663.996  kg 395.146  kg
Steinbítur 294.223  kg 121.381  kg
Ufsi 68.350  kg 69.978  kg
Beitukóngur  kg  kg
Rækja  kg  kg
Langa  2.881  kg 1.740  kg
Keila 1.051  kg 654  kg
Gámafiskur 562.423  kg 309.448  kg
Aðrar tegundir  69.878  kg 87.952  kg
Samtals 2.634.171  kg 1.946.096  kg