- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nemendur settu upp hatta sem þau höfðu búið til, fulltrúi foreldrafélagsins og bæjarstjórinn færðu þeim rósir. Þá var komið að lokaathöfn þar sem ferlimöppur voru afhentar útskriftarnenemendum. Þróunarverkefnið, um ferlimöppurnar með styrk frá þróunarstjóð Leikskóla, var unnið með þennan árgang. Þótt að þróunarverkefninu sé formlega lokið eru ferlimöppurnar komnar til með að vera áfram hluti af skólastarfinu eins og tilgangur verkefnisins var. Skólastjórar og kennarar fengu viðurkenningu frá samtökum Heimilis og skóla fyrir tilnefningu til foreldraverðlauna fyrir verkefnið. Eftir athöfnina á Drekadeildinni var farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem flatbökuveisla beið allra.
Sigríður Herdís Pálsdóttir
Leikskólastjóri