- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans.
Reykskynjarar eru nauðsynlegir á öllum heimilum. Þeir þurfa að vera í öllum rýmum og ekki síst þar sem raftæki eru. Reykskynjara þarf að
Grundarfjarðarbær og Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar hrinda nú af stað átaksverkefni um bættar eldvarnir með Félagi eldri borgara í Grundarfirði (FEBG).
Verkefnið felst í því að:
Desember er mánuður sem hentar vel til aukinnar árvekni um brunavarnir. Þess vegna er átakinu hleypt af stað nú.
Starfsmannafélag Slökkviliðsins hefur í desember ár hvert gengið í hús og selt vandað og skemmtilegt dagatal slökkviliðsmanna, reykskynjara, handslökkvitæki og eldvarnateppi. Þannig hefur orðið til sjóður sem Starfsmannafélagið hefur nýtt í þágu ýmissa góðra málefna, eins og nú.
Grundarfjarðarbær hefur verið að leggja aukna áherslu á forvarnir, m.a. eldvarnir.
Bærinn er þátttakandi í verkefninu "Eigið eldvarnaeftirlit sveitarfélaga" sem VÍS gengst fyrir með sveitarfélögum sem tryggja hjá VÍS. Um er að ræða aukið eftirlit og árvekni í eldvörnum hjá stofnunum Grundarfjarðarbæjar.
Fyrr á þessu ári voru eldvarnir bættar í 15 íbúðum í kraupréttarkerfi eldri íbúa, að Hrannarstíg 18 og Hrannarstíg 28-40. Grundarfjarðarbær samdi þá við Starfsmannafélagið um að bæta við reykskynjurum og slökkvitækjum í íbúðirnar.
Nú nýlega var lokið við nýja brunavarnaáætlun Grundarfjarðarbæjar til 5 ára.
Við fögnum því samstarfinu og hlökkum til að vinna með FEBG og eldri íbúum bæjarins - og þökkum Starfsmannafélaginu um leið fyrir frábært boð.
---
Hér má sjá myndband Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar: Ertu eldklár um jólin? sem við mælum með að þú horfir á.