- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Einu sinni var í Norðri er heiti Norrænu bókasafnavikunnar í ár sem hefst í dag 8. nóvember og stendur út vikuna. Tilefnið er að árið 2005 eru liðin 200 ár frá fæðingu
H.C. Andersen og verður kveikt á kertum og lesið úr verkum hans á sama tíma á flestum almenningsbókasöfnum á Norðurlöndunum. Á Bókasafni Grundarfjarðar les Þórunn Kristinsdóttir söguna um Ljóta andarungann og söguna um Hið ótrúlega kl. 17:30. Komum og njótum upplesturs í kyrrð kertaljósanna.
Starfsfólk Bókasafns Grundarfjarðar