- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Símenntunarmiðstöð Vesturlands verður með Egilssögunámskeið í vetur. Námskeiðið hefst í dag og stendur fram til 3. apríl. Á námskeiðinu verður Egilssaga lesin og rædd með aðstoð mismunandi sérfræðinga:
Viðar Hreinsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Torfi Túliníus, Baldur Hafstað, Jón Karl Helgason og Finnur Torfi Hjörleifsson.
Námskeiðið verður 12 kennslustundir, 6 skipti, og kostar 9.900 kr. Námskeiðið verður haldið til skiptis á Búðarkletti í Borgarnesi og í Snorrastofu í Reykholti.
Fyrsti tíminn er 10. okt. og síðan fyrsta mánudag í mánuði til 3. apríl ( ekki í des.). Hver tími er frá kl. 20:00 - 22:00.
Þátttakendum er boðið á opnun Landnámsseturs 13. maí 2006
25. – 29. jan. er áformað að námskeiðsþátttakendur fari í vettvangsferð til Jórvíkur á Englandi (ekki innifalið í verði).
Skráning og upplýsingar hjá Símenntunarmiðstöðinni
Sími 4372390