Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals í Grundarfjarðarbæ
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals í Grundarfjarðarbæ

Sjá stærri mynd hér 

AUGLÝSING

 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals í Grundarfjarðarbæ

Þann 3. maí s.l., samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með góðu aðgengi að þjónustu. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Hrannarstíg og er gert ráð fyrir 12-13 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús, þar af 7 lóðum fyrir 60+ í samstarfi við Dvalarheimilið Fellaskjól. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir við Fellasneið 5 og 7.

Tillagan verður til sýnis frá 15. júní til 29. júlí, 2022 á vef sveitarfélagsins www.grundarfjordur.is, í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni á opnunartímum. Kynningarfundur verður þriðjudaginn 21. júní kl. 17-18 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og senda skriflegar athugasemdir til skipulagsfulltrúa að Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði (merkt DSK Ölkeldudals) eða á netfangið: skipulag@grundarfjordur.is fyrir 30. júlí, 2022.  Þau sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.

 

Grundarfirði, 10. júní, 2022.

 

Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar