Tillaga að deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár
Tillaga að deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár

Sjá stærri mynd hér 

AUGLÝSING

 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár, Grundarfjarðarbæ.

Þann 13. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár frá 1999 m.s.br., skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039. Í meginatriðum felur hún í sér um 1800 m2 stækkun á deiliskipulagssvæðinu til suðurs og breytingar á og við götuna Hjallatún, þ.m.t. breytingar á breidd götunnar, lóðastærðum, lóðanúmerum, byggingarreitum og gönguleiðum.

Tillagan verður til sýnis frá 10. maí til 23. júní 2023 á vef sveitarfélagsins www.grundarfjordur.is, í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni á opnunartímum. Kynningarfundur verður fimmtudaginn 8. júní kl. 17- 18 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. 

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og senda skriflegar athugasemdir til skipulagsfulltrúa að Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði (merkt DSK iðn Kverná) eða á netfangið: skipulag@grundarfjordur.is.

Athugasemdafrestur er til og með 23. júní 2023. Þau sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykk henni.

Grundarfirði, 10. maí, 2023.

Kristín Þorleifsdóttir 
skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar