- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn, árið 1762. Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður endurnýtingu og er fólk hvatt til að flokka, skila og endurnýta.
Í tilefni dagsins er efnt til spurningaleiks á vef umhverfisráðuneytisins. Spurningaleikurinn er ætlaður almenningi og eru allir hvattir til þess að taka þátt því vegleg verðlaun eru í boði.
Það er umhverfisráðuneytið og Úrvinnslusjóður sem standa fyrir þessum leik í samstarfi við Umhverfisstofnun.
Á morgun, þann 26. apríl, verða nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar á ferð um nágrenni skólans við ruslahreinsun, sem er liður í átaki um hreinni bæ.
Í vikublaðinu mun svo birtast auglýsing um hreinsunardaga í bænum.