- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
1.desember hvert ár er dagur reykskynjarans. Þá er gott að skipta um rafhlöðu í skynjaranum og prófa, eða í tilfelli skynjara með innbyggða rafhlöðu að prófa. Það er mikilvægt að hafa reykskynjara í öllum svefnherbergjum vegna þess að það eru komin t.d. hleðslutæki í herbergin og hjá börnum og unglingum eru gjarnan tölvur, leikjatölvur, skjáir og sjónvörp ásamt ýmsu fleiru. Það er margsannað að reykskynjari er ódýrasta líftrygging sem hægt er að kaupa – því er mikilvægt að passa upp á skynjarann og setja nýja rafhlöðu í hann einu sinni á ári. Eins er gott að eiga rafhlöðu á vísum stað ef skynjarinn fer að kvarta undan rafhlöðunni. Ert þú með reykskynjara?
Slökkvilið Grundarfjarðar verður með opið hús á slökkvistöðinni á milli 16:00-20:00. Hægt verður að kaupa reykskynjara og fá aðstoð með eldvarnir. Einnig er tilvalið að kíkja á stöðina og hitta á slökkviliðið í almennt spjall og upplýsingar.
Einnig er gaman að segja frá því að í byrjun september kom Þorlákur Snær Helgason og tók hluta af liðinu í verklegt próf í slökkviliðsmanni 3&4. Þetta gekk mjög vel hjá þeim, meðfylgjandi eru myndir frá prófinu.
Stærsti hluti liðsins eru því búnir með slökkviliðsmann 1,2,3&4 og nýjustu liðsmennirnir eru byrjaðir á þessum námskeiðum.
Fleiri myndir má sjá hér á Facebook síðu slökkviliðsins.