- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og hefur sá dagur verið valin sem dagur leikskólans. Hér í Grundarfirði hefur leikskóli verið starfandi í 31 ár. Leikskólinn er fyrir börn frá 1. árs aldri. Bæjarstjórn ákvað að lækka aldurinn í 1 árs til reynslu í ágúst 2007 og síðan var samþykkt að halda því áfram á árinu 2008.
Í Leikskólanum Sólvöllum eru 50 nemendur á tveimur deildum. Dvalarstundir nemenda leikskólans eru í heildina um 360 og er því meðaldvalartími rúmir 7 tímar. Hefur þetta mikið breyst á undanförnum árum þar sem áður voru flestir í 4 tímum og einstaka barn allan daginn. Börnin eru að koma frá 7:40 til 11:45 fara heim frá 12 -17.00.
Starfsmenn leikskólans eru 16 og er vinnutíma þeirra frá 50% til 100%.
Hlutverk kennaranna er að skapa fjölbreytt og hvetjandi umhverfi og veita börnunum ummönnun og leiðsögn sem þeim er nauðsynleg til að hæfileikar þeirra nái að þroskast, þeim sjálfum og samfélaginu til góðs. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börnin njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Því námsleið barna er leikur sem er lífstjáning þeirra. Námsvið leikskólans fléttuð saman við daglega ummönnun, leik og almenna lífsleikni eru áhersluþættir í leikskólanum. Námsviðin eru málrækt, hreyfing, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi, menning og samfélag.
Það er von okkar að þessar upplýsingar hafi gefið þér innsýn inn í starf Leikskólans Sólvalla.
Leikskólastjóri