Dagur kvenna í dreifbýli verður nú haldinn hátíðlegur í annað skipti á Íslandi, í samvinnu Lifandi landbúnaðar, grasrótarhreyfingar kvenna í landbúnaði og Kvenfélagasambands Íslands. Margvíslegar uppákomur, vítt og breitt um landið, eru fyrirhugaðar í tilefni dagsins.

 

Víða um lönd er 15. október helgaður konum í dreifbýli. Markmiðið er að gera dreifbýliskonur sýnilegri, efla samstöðu þeirra innbyrðis og ekki síður að sýna konum í þeim löndum þar sem staða þeirra er verri, samstöðu og hvatningu.

 

Á Snæfellsnesi verður gengið um Búðahraun og saga staðarins skoðuð með áherslu á kvenpersónurnar.

 

Dagskráin hefst við Búðakirkju kl. 11 sunnudaginn 17. október með

stuttri hugleiðingu um konur í dreifbýli;  stöðu þeirra og mikilvægi.

 

Kl. 12 verður gengið að Frambúðum, undir leiðsögn Ragnhildar Sigurðardóttur frá Álftavatni. Gangan tekur um klukkutíma. Allar konur eru hvattar til að mæta, börn og makar eru velkomin.

 

Upplagt er að taka með nesti og föt eftir veðri.

 

Hótel Búðir bjóða þátttakendum upp á sérstakt tilboð í tilefni dagsins; súpa, brauð, kaffi og konfekt á 750 kr.