Sunnudaginn 24. maí verður haldinn hátíðlegur hinn árlegi dagur barnsins. Tilgangur þessa dags er að hvetja foreldra til samveru með börnum sínum og að styrkja hugmyndir um fjölskylduvænt samfélag og jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Verndari dagsins er frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: dagurbarnsins.is

 

Hér í Grundarfirði er skemmtileg og spennandi dagskrá:

13:00 – 14:30 Sandkastalakeppni  í fjörunni við Kvíabryggju.

13:30 – 14:30 Fjöruferð og sandahlaup á sama stað.

15:30 – 17:00 Lautarferð og leikir í Torfabót. Mætið með teppi.

16:00 – 17:00 Flugdrekakeppni   í Torfabót.

Þessir atburðir eru í umsjón UMFG og foreldrafélags leikskólans. Allir eru þeir skipulagðir sem samverustund fyrir foreldra og börn.