- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagskrá Rökkurdaga 9. - 16. október 2022
Rökkrið læðir sér inn um fjörðinn okkar, sólin styttir veru sína í Grundarfirði og við sjáum seríurnar lýsa upp glugga heimamanna.
Það er fátt betra en kertaljós, seríur og rómantískt andrúmsloft í rökkrinu!
Menningarhátíðin Rökkurdagar 2022 verður haldin hátíðleg dagana 9. til 16. október nk. Hátíðin fór fyrst af stað árið 2001 og hefur verið fastur liður hér í Grundarfirði ár hvert í október- eða nóvember mánuði.
Hinir ýmsu viðburðir verða í boði sem ætti að höfða til sem flestra eins og t.d. söngur, hreyfing, fræðsla og skemmtun.
Nánari dagskrá er að finna á FB síðu Rökkurdaga í Grundarfirði, hér. En dagskrá er einnig hægt að sjá hér neðar í þessari frétt.
Dagskráin verður einnig borin út í hús í þéttbýli en hægt er að nálgast eintak á bókasafninu. Við hvetjum ykkur þó til þess að fylgjast vel með dagskránni á FB síðu Rökkurdaga þar sem dagskrá getur tekið breytingum með stuttum fyrirvara, þar sem einhverjir viðburðir eru háðir veðri.
Einnig hvetjum við ættingja til þess að halda sínu fólki upplýstu sem ekki eru að nota rafræna miðla.
Við megum til með að minna á Rökkurlögin, sem tekin voru upp fyrir Rökkurdaga 2020. Upptökur þar sem bæjarbúar sungu íslensk "rökkur" lög í tilefni Rökkurdaga.
Hér er hlekkur á Youtube rás Grundarfjarðarbæjar, fyrir áhugasama.
Grundarfjarðarbær er svo sannarlega ríkur af hæfileikaríku fólki og erum við full þakklætis fyrir þeirra framlag til Rökkurdaganna 2020, sem yljar okkur enn um hjartarætur.