- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rökkurdagar 2008
Skelfing í skammdeginu - uppákomur fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin:
Þriðjud. 21. okt.
17:00-18:30. Kaffihús 7. bekkjar í Sögumiðstöð.
Miðvikud.22. okt.
17:00-18:30. Kaffihús 6. bekkjar í Sögumiðstöð.
Fimmtud. 23. okt.
17:00-18:30. Kaffihús 5. bekkjar í Sögumiðstöð.
Föstud. 24. okt.
Draugaþema í leikskólanum. Á opnunartíma.
Handverkssýninng í Kaupþingi. Á opnunartíma.
17:00. Draugasögur og hressing á bókasafninu
18:00. Draugahús í Eden.
22:00. Hryllingsmyndamaraþon í Sögumiðstöð.
Laugard. 25. okt.
14:00. Ungbarnaball í Eden.
15:00. Kvikmyndasýning í Sögumiðstöð.
23:00. Draugaball á Kaffi 59.
Sunnud. 26. okt.
15:00. Samverustund í Sögumiðstöð.
Upphitun fyrir herlegheitin verða á kaffihúsi miðstigs Grunnskóla Grundarfjarðar í Sögumiðstöðinni. Það verður opið þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 17:00-18:30. Skelfilegar vöfflur og hrikalegt kaffi verður til sölu gegn vægu gjaldi, 500kr. fyrir fullorðna og 300kr. fyrir börn. Einnig verða ýmsar skemmtilega skuggalegar uppákomur.
Föstudagur 24. október
Draugaþema í leikskólanum Sólvöllum. Allir velkomnir í heimsókn.
Handverkssýning í Kaupþingi á opnunartíma bankans.
17:00 – Myrkur upplestur, pönnukökur, djús og kaffi í Bókasafni
Grundarfjarðar í umsjón bókasafnsins og Félags eldri borgara. Allan
föstudaginn verður boðið upp á alþjóðlegan bangsadag og því er um að gera að taka bangsana sína með á bókasafnið til að hughreysta sig en ekki skemmir fyrir að Hjartabangsinn Björn L. verður á staðnum.
18:00 – Draugahús elsta stigs grunnskólans. Hverjir hafa þor til að heimsækja félagsmiðstöðina Eden? Geigvænlegt gaman. 100kr. inn.
22:00 – Hryllingsmyndamaraþon í Sögumiðstöðinni. Til sýnis verða nokkrar af bestu hrollvekjum kvikmyndasögunnar og sýningarstjóri mun fræða gesti um myndirnar fyrir sýningu. Svo er bara að sjá hverjir þora að endast alla nóttina.
Laugardagur 25. október
14:00 – 16:00 Ungbarnaball í umsjón íþróttaskólans. Nú er um að gera að klæða alla fjölskylduna í skemmtilega búninga og skella sér á ball með yngstu kynslóðinni. Fjörið er í félagsmiðstöðinni Eden.
15:00 – Kvikmyndasýning í sögumiðstöðinni – sýnd verður hin sígilda mynd Draugabanarnir (Ghostbusters) frá árinu 1984. Einnig verður sýnd stuttmynd um drauginn á Þórdísarstöðum sem unnin var af nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
23.00 – Draugaball á Kaffi 59 með Sixties. Allir í búning. Aðgangseyrir 1500kr.
Sunnudagur 26. október
15.00 – Drungaleg samverustund í Sögumiðstöðinni. Úrslit verða kynnt í sagnasamkeppni Rökkurdaga. Bestu sögurnar verða lesnar upp og viðurkenningar og verðlaun veitt. Guðrún Eva Mínervudóttir les upp úr bókum sínum Yosoy og Skaparanum. Yngstu bekkir grunnskólans sýna hryllilegar myndir. Kvenfélagið Gleym mér ei verður með kaffi og pönnukökur til sölu. Grundfirskt handverk til sýningar og sölu.