- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Spurst hefur verið fyrir um þá ákvörðun að bjóða dagskrá hátíðarinnar til sölu í stað ókeypis dreifingar eins og áður.
Þegar staðið er fyrir hátið sem þessari fellur ýmiss kostnaður til. Tekna þarf að afla með stykjum frá sveitarfélaginu, fyrirtækjum, álagningu á aðgöngumiða viðburða og beint frá gestum með sölu á vöru og þjónustu.
Bæjarbúar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum við fjármögnun hátíðarinnar með því að taka vel á móti ungu sölufólki frá sunddeild Ungmennafélagsins og styðja í leiðinni þeirra starf með kaupum á dagskrá hátíðarinnar.
Eyþór Björnsson
bæjarstjóri