- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á næstu dögum verður dælu komið fyrir í vinnsluholunni fyrir hitaveitu við Berserkseyri. Hún verður staðsett djúpt ofaní holunni og mun dæla upp vatni næstu mánuði. Þessi dæling er tilraun til þess að fá úr því skorið hversu miklu holan afkastar í sekúndulítrum.
Rarik er um þessar mundir að leggja lokahönd á lögn rafstrengs niður að borholusvæðinu og verður hitaveitudælunni komið fyrir í framhaldi af því.