Mynd síðan kofabyggðin var í Grundarfirði fyrir nokkrum árum

 

 

Byggingarfulltrúi barnanna og handlangari til aðstoðar

Viltu hjálpa til á smíðavelli?

 

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasamri manneskju til að hafa umsjón með smíðavelli fyrir börn.

Ætlunin er að starfrækja smíðavöll fyrir börn, hluta úr sumrinu. Starfsemin er í mótun. Smíðavöllur verður innan “RARIK-reitsins” efst við Borgarbraut (fyrir ofan íþróttahús).

Við leitum að umsjónarmanni, helst eldri en 25 ára, og einnig að “handlangara” til aðstoðar. Umsjónarmaður þarf að vera hugmyndaríkur, hafa getu til að vinna sjálfstætt, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og ánægju af að vinna með börnum.

Starfstímabil er 3-4 vikur í júní-júlí nokkra tíma á dag virka daga og er vinnutíminn nokkuð sveigjanlegur, þar sem starfið er í mótun.

Endilega sendið okkur línu sem fyrst á grundarfjordur@grundarfjordur.is – eða hringið í s. 430 8500.

Er þú næsti byggingarfulltrúi barnanna?