Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf. er að byggja parhús við Ölkelduveg nr. 25-27. Íbúðirnar eru hver um sig um það bil 120 m2, þar af 30 fm bílskúr. Að sögn Guðmundar eru lóðirnar í Ölkeldudal mjög skemmtilegar byggingarlóðir.

Smiðirnir Guðmundur Friðriksson og Guðjón Gíslason

Búið er að reisa millivegg og suðurhlið húsanna
 

Kristján E. Kristjánsson að hífa einingar í parhúsið